Í dag er 17. apríl, yndisleg sól og frábært veður þó hitamælirinn sýni einungis 6°, en í lauginni er notalegt og eftir sundið gat ég meira að segja lagst á sólbekk og tanað (og það var sko barist um bekkina!)
Sundafrek dagsins í dag verður að teljast gleðiefni númer tvö þar sem mér var boðin vinna í morgun á Landspítalanum sem ég ætla að þiggja :) Ég hlakka ofsalega til að klára þessa BA ritgerð og fara í rútínu, vinna, æfa, borða, sofa eða eitthvað svoleiðis...
En að máli málanna, 1 kílómeters bringusund 17. apríl 2012: 19;24 !
Grííííínlaust! Þá er bætingin á 2 mánuðum 4 mínútur og 11 sekúndur :D
Mikið er ég ótrúlega hamingjusöm og ánægð með þetta litla afrek :)
Ný könnun komin inn, endilega takið þátt :)
Ég verð í lokin að bæta því við að ég er ofsalega ánægð að sjá niðurstöður síðustu könnunar þar sem ég spurði hvað lesendum þótti um CrossFit, svörin stóðu ekki á sér og voru eftirfarandi:
No comments:
Post a Comment