Tuesday, April 17, 2012

Vúhú - tímabæting!

Jæja, loksins treysti ég hnénu og mallakút til að synda af einhverri alvöru og tók því tímatökuna í 1 kílómeters sundpsrett í sól og yndislegu veðri í dag. Þegar ég synti þetta síðast á tíma var kalt og mig minnir að það hafi verið snjór og alles! Það var 13. febrúar og ég var 23;13 með kílómeterinn.

Í dag er 17. apríl, yndisleg sól og frábært veður þó hitamælirinn sýni einungis 6°, en í lauginni er notalegt og eftir sundið gat ég meira að segja lagst á sólbekk og tanað (og það var sko barist um bekkina!)

Sundafrek dagsins í dag verður að teljast gleðiefni númer tvö þar sem mér var boðin vinna í morgun á Landspítalanum sem ég ætla að þiggja :) Ég hlakka ofsalega til að klára þessa BA ritgerð og fara í rútínu, vinna, æfa, borða, sofa eða eitthvað svoleiðis...

En að máli málanna, 1 kílómeters bringusund 17. apríl 2012: 19;24 !
Grííííínlaust! Þá er bætingin á 2 mánuðum 4 mínútur og 11 sekúndur :D

Mikið er ég ótrúlega hamingjusöm og ánægð með þetta litla afrek :)



Ný könnun komin inn, endilega takið þátt :)

Ég verð í lokin að bæta því við að ég er ofsalega ánægð að sjá niðurstöður síðustu könnunar þar sem ég spurði hvað lesendum þótti um CrossFit, svörin stóðu ekki á sér og voru eftirfarandi:

Ég æfi CrossFit og finnst það frábært
  4 (20%)
Ég æfi Crossfit en ætla að hætta því
  0 (0%)
Ég hef prufað CrossFit en var ekki að fíla það
  1 (5%)
Mig langar að prófa CrossFit
  10 (50%)
Mig langar ekki að prófa CrossFit
  5 (25%)

Auðvitað er CrossFit ekki fyrir alla og er það ósköp eðlilegt, ég hef heyrt vini segja við mig að þeim langaði að prófa CrossFit en líkaminn þeirra bara byði ekki upp á það, til dæmis sökum gigtar og þess háttar.
En ég er ofsalega glöð að sjá að 10 manns langar að prófa CrossFit og mig grunar að 2 af þeim séu núna nýbyrjuð á Grunnnámskeiði sem er bara eins brilliant og það gerist :D
Restin: prófið bara :)

No comments: