Tuesday, April 24, 2012
Sólstingur er langt frá því að vera cool stuff! (Pun intended)
Ég get sko sagt ykkur það að ég fékk sólsting á laugardaginn. Ég fór í sund, þriðja sólardaginn á 4 dögum, var líklega aðeins of lengi í pottinum með sólina í smettið þar sem ég var orðin hundlasin um leið og ég kom heim. Svimi, ógleði, heit húð, höfuðverkur, þorsti og allur pakkinn. Á sunnudag vaknaði ég eftir 12 tíma svefn og nokkurra klukkutíma "mók" og var enn með smá höfuðverk en hann lagaðist svo þegar leið á daginn.
Í dag hélt ég því að sjálfsögðu áfram með lífið og mætti á CrossFit æfingu niðri í Kötlu eins og síðasta færsla greindi frá.
Nú hef ég hinsvegar komist að því að sólstingur á laugardegi þýðir nokkurra daga ömurlegheit.
Ein svakalega kúl sem mætti í fyrsta skipti niðrí Kötlu eftir tæplega 3ja vikna lærdómhlé, tók mobility og vel hressa upphitun sem var 3 umferðir af 10x 6 metra sprettum, 10x bekkjahopp (fram og til baka) og 10x uppsetur.
Ég var góð í smá stund eftir þetta en allt í einu var eins og ég hefði verið slegin í andlitið, rothöggi, þar sem ég var bara í mestu makindum að hlusta á Jakó útskýra WODið... þá fór yours truly að labba í reiðuleysi fram og til baka og svo man ég að ég sagði Jakobínu að ég væri að spá í að sleppa WODinu í dag, mér liði ekkert allt of vel, og svo man ég ekkert fyrr en ég var komin út í ferskt loft og krakkarnir voru byrjuð í WODinu sem hófst á útihlaupi. Þá fór ég bara inn og kvaddi, fékk að heyra að ég væri náföl og liti alls ekki vel út. Fór og skvetti vatni í andlitið og á hnakkann, fór svo fram í teygjusvæði og þegar ég var búin að sitja þar í smá stund og tala við félaga minn þá var ég orðin ágæt. Ég var samt með hellur fyrir eyrunum og rosalega furðulega vanlíðan.
Ég treysti mér svo loks í sturtu og að henni lokinni þá var ég orðin nokkuð góð. Fór yfir í Sportlíf og keypti mér að borða þar sem ég fattaði að þetta var líklega ekki einungis sólstingurinn, heldur einnig sú staðreynd að ég hef verið með litla sem enga matarlyst síðan á þriðjudaginn síðastliðinn. Keypti mér kjúklingasalatbakka, keyrði til Eyrúnar og borðaði eins og ég hefði ekki borðað í mörg ár.
Við skelltum okkur svo stöllurnar bara á Titanic í bíó þar sem ég lagaðist af þessari furðulegu vanlíðan. Held að poppið hafi hjálpað smá líka, saltið þar eitthvað að binda vökva í líkamanum.
Ég held ég geti tengt þetta allt saman... Næringarskortur, sólstingur, aukið vökvatap vegna lyfjanna sem ég er á "sem eru í flokki þvagræsilyfja vegna blóðþrýstingsins míns). Allt þetta var bara einum of mikið álag í dag. Ég vona að matarlystin sé komin á rétt skrið aftur og aukaverkanir sólstingsins séu á afturhaldi. Ég athuga stöðuna á mér á morgun og fer ekki svona geyst af stað. Lofa!
Hinsvegar var ég búin að lofa að útskýra Hug-a-Twinkee, sem margir gætu haldið að væri sú athöfn þegar maður knúsar súkkulaðistykki, en nei, ekki er það svo gott, þetta er rass- og mjóbaksæfing sem fer fram eins og í þessu myndbandi.
Farið vel með ykkur - ég ætla að gera það. Vonast til að vera orðin góð á morgun!
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment