Ég átti ekki til neitt djúsí í hádegismat heima (því ég þarf að fara í búð) nema gulrætur sem ég kláraði í morgun svo ég ákvað að skella mér á Subway í hádeginu. Ég keypti mér heilsubát hjá þeim sem mér finnst mjög góður en algjörlega án þess að hugsa keypti ég mér gosglas með og labbaði út, voðalega sátt og hamingjusöm.
Þegar ég var að verða búin með matinn hérna í vinnunni þá teygði ég mig í kókglasið og fékk mér vænan sopa... Ekki gekk það betur en svo að mér svelgdist á, ég fékk hóstakast og gat varla kyngt sopanum. Málið er að ég hef ekki látið kók inn fyrir mínar varir í heila viku og viti menn: Ég hafði enga lyst á þessu!
Það er kannski ágætt að bæta því við að ég hellti restinni af kókinu og fékk mér vatn!
No comments:
Post a Comment