Wednesday, September 5, 2012

Breyttir tímar

Jæja... Þetta sumarfrí frá bloggsíðunni hefur verið aðeins (miklu) lengra en áætlað var.
Í apríl sl. fór ég á fullt að klára BA ritgerðina mína og síðustu vorprófin, byrjaði svo í nýrri vinnu á Landspítalanum í Fossvogi og tók mér svo frí frá CrossFittinu. Sumarið leið ofboðslega hratt, ég eignaðist kærasta í júní og er í orðsins fyllstu búin að hafa það ofsalega gott. Sundferðir, gönguferðir, bæjarhátíðir, Oslóarferð hafa sett mark sitt á sumarið mitt og ég kvarta ekki yfir neinu, nema einu: Mér tókst að bæta á mig örfáum sambandskílóum í sumar!

Nú segi ég stopp og ætla að gera eitthvað í málunum. (Til að fyrirbyggja allan misskilning samt þá er ég ennþá ástfangin upp fyrir haus af honum Grétari mínum - þarf bara að drattast til að hreyfa mig aftur) ;)

Nú er svo komið að skrokkurinn minn er í tómu tjóni, ég man ekki hvenær ég átti síðast verkjalausan dag. Bakið og hnén eru í ruglinu, ég sef lítið og oftast illa og ég ákvað að það besta sem ég gæti gert væri að byrja aftur í Hot Yoga. Ég er líka búin að panta mér tíma hjá gigtarlækni, eitthvað sem ég ætlaði að vera búin að gera fyrir mörgum árum. Í gegnum vinnuna mína fæ ég rosalega flottan díl á líkamsræktarkorti sem ég get notað að vild í Hreyfingu, Sporthúsinu og Hress fyrir 3900 kr á mánuði og í gær skráði ég mig á kort!
Ég ætla að fara að mæta 4-5x í viku í Hot Yoga í Hreyfingu og svo reyna að kíkja 1-2x í viku í Zumba.

Vonandi næ ég að laga verkina aðeins, það allavega tókst síðast þegar ég æfði Hot Yoga að kappi í tæpt ár. Þá batnaði bakið helling og liðirnir skánuðu til muna, ég missti að auki fjöldann allan af kílóum sem ég væri alveg til í að upplifa aftur. Sælgætisát mun nú bara vera á laugardögum og skyndibitafóður verður nú sett í frí.

Ég vona að þið sem lesið þetta raus fyrirgefið mér þetta langa hlé og það að CrossFittið sé farið í pásu, maður verður að hlusta á líkamann þegar hann kvartar svona sáran eins og ég sé orðin áttræð.

FYRSTA ÆFING Í KVÖLD OG EKKERT MÚÐUR!

Ég sá þessa mynd í morgun sem ég verð bara að setja hér inn að lokum.

Þangað til næst!
Þóranna


5 comments:

Kristín Ýr said...

Áfram Tóta!:)

Unknown said...

Læk, læk!!
Og myndin er svo mikill sannleikur! Lýst úber vel á planið þitt og nú geturu meira að segja æft með mér kannski af og til í hress ;)

Guðný said...

Oh svo satt allt saman, ekki er ég búin að hreyfa mig rassgat hér í Svíþjóð en það kemur... Gangi þér vel!

Anonymous said...

DUGLEGUST!!! YOU CAN DO IT!!!! Koma svo!! :o)
kv. Holly H.

Sissa said...

Skil þig mjög vel. Verkirnir eru eingöngu hreyfingarleysi, ég er að ganga í gegnum það sama. Kílóin eru að mínu mati hinsvegar pjúra mataræði. Ég finn engan mun á þyngd milli þess sem ég hreyfi mig eða ekki, ef ég hinsvegar sleppi mér í mataræðinu þá eru þau mjög fljót að koma. Áfram þú, þú ert yndisvera!

Kv, Axel (ef ske kynni að þetta postist sem Sissa)