Wednesday, September 12, 2012

Vika búin í Hreyfingu

Nú er ég búin að mæta í ræktina í viku. Fyndið hvað ég finn mikinn mun á bakinu mínu strax. Restin af útlimunum fylgir vonandi eftir fljótlega :) Reyndar var ég svo sárþjáð af harðsperrum sl. helgi að ég átti erfitt með gang og daglegar athafnir, en núna er þetta komið í lag og ég finn bara að ég er léttari á sál og líkama og hressari fyrir vikið :)

Ég er líka búin að vera ofsalega dugleg (finnst mér) að borða betur. Núna hef ég í eina viku tekið með mér nesti í vinnuna, ávexti, grænmeti, salöt, kjúklingabita, smoothies og þess háttar og mikið er það nú gott að grípa bara í epli eða vínber þegar manni langar í súkkulaði. Magnað hvað manni líður mikið betur! Ég undirbý nestið bara um morguninn eða kvöldið áður og það er mun minna mál en ég var búin að ímynda mér. Ég hef alltaf sagt að það sé svo mikið vesen að undirbúa hollt og gott nesti en nei, það er bara einhver mýta!

Dagskrá vikunnar 10.-16. september:
Mánudagur: Frí því mér bauðst að vera í sjónvarpssal eftir vinnu
Þriðjudagur: 30 mín SR-tími og 60 mín Hot Yoga
Miðvikudagur: 60 mín Eftirbruni og 60 mín Hot Yoga
Fimmtudagur: 75 mín Hot Vinyasa Yoga
Föstudagur:  60 mín Zumba og 60 mín Hot Yoga
Laugardagur: Frí
Sunnudagur: 60 mín Hot Yoga (með fyrirvara um að ég hugsanlega sofi lengur og fari frekar út að skokka seinna um daginn)

Ég mun halda uppi fyrri hætti og koma mánaðarlega með nýjustu tölur af vigtinni og sentímetrum, bara svona fyrir mig aðallega því mér þykir það hvetjandi að sjá muninn á mér svart á hvítu :)

Ef einhver þarna úti er að lesa þetta og hugleiða að koma sér af stað, JUST DO IT! :)

Standandi stöður í Bikram Hot Yoga

No comments: