Thursday, October 31, 2013

Dagur 31

Það er komið að því, drum roll please...... LOKADAGUR MEISTARAMÁNAÐAR er genginn í garð!



Október 2013 fer í sögubækurnar hjá mér fyrir að vera skemmtilegur, lærdómsríkur og upphafið af betra lífi.

Ég setti mér nokkur markmið fyrir mánuðinn og ég ætla aðeins að fara yfir þau hér:


Markmið mín fyrir Meistaramánuð 2013:

Markmið 1Ég ætla að hefja 12 vikna áskorun með einkaþjálfara, mælingum og allskonar sniðugu í Hreyfingu heilsulind og mæta a.m.k. 4x í viku!
Niðurstaða: Ég hóf 12 vikna áskorunina, lét mæla mig í bak og fyrir og fer í mælingu 2 bráðlega. Ég hef mætt 3-4 sinnum í ræktina allan mánuðinn nema bara 2svar vikuna sem ég var veik.

Markmið 2: Ég ætla að mæta í Hot Yoga a.m.k. 2x í viku!

Niðurstaða: Ég mætti 2-3 sinnum í viku í Hot Yoga allan mánuðinn

Markmið 3: Ég mun ekki innbyrða áfengi í október en það þýðir samt ekki að það sé bannað að bjóða mér í partý!
Niðurstaða: Ég drakk ekkert áfengi í október og ég mætti í nokkur partý.

Markmið 4: Ég ætla að vakna fyrr og mæta fyrr í vinnu og klára þar af leiðandi fyrr!
Niðurstaða: Ég vaknaði mjög snemma fyrstu vikuna, viku 2, 3 og 4, vaknaði ég aðeins seinna, en þó fyrr en venjulega og gerði mér safa og gekk frá þvotti og þannig. Þurfti að vinna frameftir nokkra daga en komst yfirleitt á góðum tíma úr vinnu.

Markmið 5: Ég ætla að drekka a.m.k. 2 lítra af vatni á dag!
Niðurstaða: Ég drakk rúmlega 2 lítra af vatni alla daga mánaðarins.

Markmið 6: Ég ætla bara að leyfa mér gos 1x í viku!
Niðurstaða: Ég drakk gos 4 daga í mánuðinum, bara á nammidögum.

Markmið 7: Ég ætla að borða hollari mat!

Niðurstaða: Við vorum ofsalega dugleg að elda og borða hollan og góðan heimilismat. Við leyfðum okkur kökusneið og þess háttar á nammidögum.

Markmið 8: Ég ætla að borða morgunmat eigi seinna en kl 10 alla daga!
Niðurstaða: Þetta hélt ég að væri erfiðasta markmiðið en komst að því að nú fúnkera ég ekki án þess að fá morgunmatinn minn, og ég vil helst hafa það grænan safa með allskonar grænmeti og ávöxtum í. Borðaði morgunmat alla dagana fyrir klukkan 10, líka um helgar!

Markmið 9: Ég ætla að borða a.m.k. 3 ávexti eða ferskt grænmeti á dag!
Niðurstaða: Pís of keik. Oft borðaði ég fleiri en 3!

Markmið 10: Ég ætla að taka Lýsi á hverjum degi!

Niðurstaða: Ekkert vandamál.

Markmið 11: Ég ætla eingöngu að leyfa mér örlítið sælgæti á nammidögum!
Niðurstaða: Ég fékk mér sælgæti á nammidögum en leið ekki vel eftir nokkra bita svo ég borðaði lítið.

Markmið 12: Ég ætla að gerast menningarleg og fara í leikhús!
Niðurstaða: Við fórum að sjá Engla Alheimsins í Þjóðleikhúsinu

MARKMIÐ 13: Ég ætla að verða meistari!
Niðurstaða: ÉG ER MEISTARI!

Já, ég er ekkert að skafa af því! Ég studdist við markmiðin mín og breytti lífsmynstrinu mínu og get því með sönnu kallað mig Meistara! :)



Ég mun halda ótrauð áfram að borða hollt, borða morgunmat, taka Lýsi, hafa sérstaka nammidaga, takmarka gos og vera dugleg að hreyfa mig, svo lífið mun ekki breytast mikið í nóvember hvað það varðar. Ég er ofsalega sátt við mánuðinn og árangurinn og hlakka til að halda áfram! 

Ég mun ekki hætta að blogga þó ég verði kannski ekki með færslu á hverjum degi eins og í október, en ég mun reglulega setja fréttir hér inn hvernig mér gengur, eins og til dæmis þegar ég fer í mælingu númer 2 og 3 og hvort ég komist í kjólinn fyrir jólinn og allt það :)

Mig langar líka að þakka öllum þeim sem gáfu sér tíma til að lesa framgang mála hér á síðunni í október, ég trúi vart mínum eigin augum þegar ég sé að síðan var opnuð rúmlega 5100 sinnum Á EINUM MÁNUÐI! Þetta hefur verið ofsalega mikið boost fyrir mig og hjálpað mér mikið. 

Máltíðir dagsins:
Morgunmatur: Grænn safi
Hádegismatur: Hakkbuff og kartöflur


1 comment:

T-Rex said...

Ég er svo stolt af þér elsku besta!!! Þú ert búin að vera svo ótrúlega dugleg :D Knús og kossar á þig!! Hlakka til að knúsa þig almennilega <3