Saturday, October 26, 2013

Dagur 26

Í dag er laugardagur. Nammidagur. Ég bakaði köku og kryddbrauð og mætti í kaffi til ömmu og afa. Amma varð nú aldeilis ánægð að fá okkur í heimsókn á nammidegi því hingað til í október hefur hún ekkert getað gefið okkur nema vatn að drekka.

Við fórum svo á deit night, ég og Sævarður. Það var dinner á Tapashúsinu og svo Englar Alheimsins í Þjóðleikhúsinu. Eitt af markmiðum mánaðarins var einmitt að fara í leikhús. Þetta er alveg svakalegt leikrit. Atli Rafn leikur aðalhlutverkið svo ótrúlega vel að maður trúir því að þarna sé mjög veikur maður á sviðinu. Alveg magnað. Við kíktum svo aðeins í Halloween partý áður en við fórum heim að lúlla. Afskaplega kósí laugardagur verð ég að segja :)



Máltíðir dagsins
Heilhveitihorn með mysing. Kókoskúla. Lakkrís og smá hlaup. Kökusneið. Kryddbrauð. Ein pönnsa. Djúpsteiktur Camembert. Tígrisrækjur. Lambainnanlæri. Smá ópal.





No comments: