Það er skemmtilegt að upplifa áhrifin sem nammi og kók hefur á mann. Ég er til að mynda búin að sofa mjög vel alla vikuna, vera rosalega góð í maganum og ekkert tekið magalyfin mín. Svo í gær fékk ég mér smá kók og nammi og ég þurfti að taka magalyfin OG ég gat ekki sofnað fyrr en kl 2 þó ég væri löngu orðin þreytt og ég vaknaði grumpy, groggy og ennþá mjög þreytt í morgun. Ég er sannfærð um að þó ég hafi ekki farið djúpt í óhollustuna í gær þá hafði hún þessi áhrif því alla hina dagana leið mér frábærlega. Það verður því forvitnilegt að athuga stöðuna á mér næsta mánudag þar sem það verður nammidagur á laugardegi næst... ekki sunnudegi eins og núna.
Vetur konungur heilsar
Það var kalt í morgun. Frost á rúðunni og bíllinn sagði -1° kl 8:30. Það gaf mér samt yl í kroppinn að vita að nú er mánudagur, nýtt upphaf og góð vika framundan.
Dagurinn í dag
Helgin gekk áfallalaust fyrir sig og nú er ég er komin með græna safann á kantinn og var mætt í vinnu hálftíma fyrr en venjulega!
Helgin gekk áfallalaust fyrir sig og nú er ég er komin með græna safann á kantinn og var mætt í vinnu hálftíma fyrr en venjulega!
Í kvöld er svo saumaklúbbshittingur og ég er að baka hollustunammi sem ég hef aldrei smakkað áður. Ég vona innilega að þetta smakkist vel; íssamloka úr engu öðru en bönunum, haframjöli, kanil og macadufti. Þetta getur bara ekki klikkað! :)
Máltíðir dagsins
Morgunmatur: Grænn safi (2 lúkur spínat, 1 bolli frosið mangó, 2 cm lífrænt engifer, 1 dl haframjöl, 2 dl hreinn appelsínusafi).
Millimál: 2 litlar hrökkbrauðssneiðar
Hádegismatur: Lítil tortilla með tandoori kjúkling, grillaðri papriku og káli.
Millimál: Tangarína, kiwi og Berry White organic drykkur (með goji berjum, ferskjum, hvítu te og sólhatti) - það eru til 3 eða 4 týpur af þessum drykkjum og fást á 99 krónur stykkið í Hagkaup... ég auðvitað varð að prófa. Smakkast vel þessi fyrsti :)
Morgunmatur: Grænn safi (2 lúkur spínat, 1 bolli frosið mangó, 2 cm lífrænt engifer, 1 dl haframjöl, 2 dl hreinn appelsínusafi).
Millimál: 2 litlar hrökkbrauðssneiðar
Hádegismatur: Lítil tortilla með tandoori kjúkling, grillaðri papriku og káli.
Millimál: Tangarína, kiwi og Berry White organic drykkur (með goji berjum, ferskjum, hvítu te og sólhatti) - það eru til 3 eða 4 týpur af þessum drykkjum og fást á 99 krónur stykkið í Hagkaup... ég auðvitað varð að prófa. Smakkast vel þessi fyrsti :)
No comments:
Post a Comment