Þá er kominn sunnudagur og styttist í að meistaramánuður verði hálfnaður! Ótrúlegt hvað þetta líður.
Sumum finnst kannski too much a deila en meltingin mín er í rúst í dag og kenni ég sykrinum og hvíta hveitinu um sem ég borðaði í gær :( Þetta er samt að lagast.
Við Sævarður erum samt alveg búin að þrífa sameignina í dag og slappa svo af yfir QI og Graham Norton show á BBC Entertainment. Nú erum við að fara að græja okkur til að skreppa í Bláa Lónið. Ég fékk nefnilega 2 fyrir 1 miða í lónið þegar ég endurnýjaði kortið mitt í Hreyfingu og okkur finnst kjörið að verðlauna okkur fyrir dugnað sl tveggja vikna og endurnýjast aðeins í lóninu :)
Máltíðir dagsins:
Morgunmatur: Morgunkorn með mjólk
Hádegismatur: Heitar skinku og aspas brauðsneiðar
Kvöldmatur: Kjúklingasalat frá stælnum
Kvöldsnarl: Jógúrtís með ávöxtum
No comments:
Post a Comment