Ég fór í segulómun á mánudag og hún kom vel út. Læknirinn heldur að þessi svimi komi frá eyrunum og ég á að gera æfingar núna næstu 2-3 vikur og sé hvort þetta lagist. Ef ekki þá fæ ég tíma hjá Sigga svima. Vonandi verður þetta bara búið fljótlega.
Ég ákvað að sjá hvort vinnufélagarnir hérna í kringum mig vildu taka þátt í plankaáskorun sem ég sá auglýsta á hun.is og það stóð ekki á svörum. Allir til í að taka þátt og við ákváðum að taka planka á hverjum degi kl 14:00 á "dansgólfinu" sem við höfum hérna hliðina á okkur. Vorum 9 í hring og tókum planka í 20 sek. Einhversstaðar verður maður að byrja og hér á eftir kemur planið fyrir áhugasama. Í lok mánaðar verðum við öll í 5 mínútna plönkum!!
Ég vil leggja áherslu á að þeir sem taka þátt stilli líkamanum sínum rétt upp fyrir plankann. Passa að olnbogar séu í beinni línu niður frá öxlum og að bakið sé beint. Dragið naflann inn og passið að öll miðjan sé vel spennt.
Dagur 9 – 60 sekúndur
Dagur 10 – 60 sekúndur
Dagur 11 – 60 sekúndur
Dagur 12 – 90 sekúndur
Dagur 13 – HVÍLD
Dagur 14 – 90 sekúndur
Dagur 15 – 90 sekúndur
Dagur 16 – 120 sekúndur
Dagur 17 – 120 sekúndur
Dagur 18 – 150 sekúndur
Dagur 19 – HVÍLD
Dagur 20 – 150 sekúndur
Dagur 22 – 180 sekúndur
Dagur 23 – 180 sekúndur
Dagur 24 – 210 sekúndur
Dagur 25 – 210 sekúndur
Dagur 26 – HVÍLD
Dagur 27 – 240 sekúndur
Dagur 28 – 240 sekúndur
Dagur 29 – 270 sekúndur
Koma svo, allir með! :-)
Á laugardag er árshátíð Lýsi og ég er búin að taka mikinn þátt í skipulagningu, sem er mjög skemmtilegt. Ég stend fyrir happdrætti með restinni af stjórn starfsmannafélagins, myndatöku í fordrykknum og verðlaunaafhendingu fyrir búninga. Svo tek ég líka þátt í skemmtiatriði deildarinnar minnar svo það er mikið að gerast þessa dagana :) En það gefur lífinu bara lit skal ég segja ykkur!
Ég er einmitt á leiðinni í Bogfimisetrið í kvöld þar sem við stöndum fyrir árshátíðarupphitun fyrir starfsmannafélagsmeðlimi. Það verður spennandi að sjá hversu léleg ég er í bogfimi ;)
No comments:
Post a Comment