Ég er engan veginn sátt við KSÍ núna! Ég er búin að skoða reglulega ksi.is og midi.is þar sem var lofað að miðasalan yrði auglýst áður en hún opnaði. Ég vakna svo í morgun og heyri Svala og Svavar á K100 segja frá því að miðasalan hafi verið opnuð kl 4 í nótt og strax orðið uppselt!? Ég skil þetta engan veginn! Er þá bara búið að tryggja styrktaraðilunum og Króötum miða, en þessi venjulegi Jón úti í bæ fær engan miða? Oh ég er nett pirruð og sár núna :/ Ég hlakkaði mikið til að frjósa úr kulda á Laugardalsvelli 15. nóvember.
Ég get þó huggað mig við það að ég verði inni í hlýjunni að horfa á leikinn, það er þó eitthvað.
Í dag er planið beisik... Vinna, sjúkró, fundur, vinna, ræktin, elda grjónó og svo koma mamma og Gulli og við klárum að setja upp hilluna! Mikið hlakka ég til að sjá þetta... :) Ég skelli upp mynd þegar þetta er ready og bækurnar komnar upp!
Máltíðir dagsins
Morgunmatur: Bio Bú jógúrt
Millimál: Vínber
Hádegismatur: 6" kjúklingabátur á Subway í heilhveitibrauði og Trópí tríó
Millimál: Hafrakaka, vínber, Eðaltoppur með Aloe Vera og ferskjum
Kvöldmatur: Grjónagrautur
No comments:
Post a Comment