Í gær fór ég í ræktina. Hitaði upp á hjóli og róðravél. Tók svo prógram númer 2 frá þjálfaranum. Mér líst vel á þetta prógram og finn það á harðsperrunum að ég er að vekja einhverja vöðva sem hafa legið í dvala í dágóðan tíma.
Í dag fór ég í Hot Yoga hjá Bjargeyju. Tíminn var allsvakalega góður. Ég fékk síðasta plássið í salnum, alveg þérr upp við hitablásarann. Það kom þó ekki að sök, tíminn var extra heitur, þetta var erfitt, en fáránlega gott!
Læknaþjónusta til fyrirmyndar
Ég hringdi upp á Heilsugæslu í dag til að athuga hvort ég gæti fengið símatíma hjá Reyni sem ég var hjá í síðustu viku. Mig langaði að kanna hjá honum hvað honum fyndist um að ég sé enn að fá svimaköst og höfuðverk, en hann átti ekki tíma í dag. Ég útskýrði fyrir stúlkunni á símanum hvers eðlis þetta væri og að hann hefði sagt mér að vera í sambandi svo hún tók skilaboð og sendi honum. Reynir hringdi svo korteri síðar í mig og ákvað að senda mig í blóðprufu sem ég fór í og svo bað hann mig að koma að hitta sig kl 8:05 í fyrramálið, þar sem hann ætlar að líta á mig áður en vaktin hans hefst. Ég verð að segja að mér þykir þessi þjónusta alveg hreint stórkostleg og ég er svo þakklát fyrir að hér á Íslandi starfi svona frábærir læknar. Ég vona svo innilega að við munum enn hafa það svona gott eftir einhver ár. Ég vona að læknunum okkar og óskum þeirra verði sinnt svo við verðum ekki læknalaus hérna innan einhverra ára.
Morgunmatur: Grænn safi og 2 gulrætur
Hádegismatur: 6" teryaki kjúklingabátur af Subway í heilhveitibrauði. Trópí tríó.
Eftir æfingu: Próteindrykkur
Kvöldmatur: Pasta með heimagerðum kjötbollum og salat
No comments:
Post a Comment