Monday, October 21, 2013

Dagur 21


Það er mánudagur og svei mér þá, það er bara allt í lagi!
Ég ætla að rifja upp gamla bloggfærslu sem ég skrifaði um mánudaga fyrir einu og hálfu ári síðan. Fyrir áhugasama má lesa færsluna hér, það er ansi stórt sannleikskorn í henni skal ég segja ykkur.
Fyrir þá sem ekki nenna að lesa færsluna hef ég límt hér inn það sem mér þykir best úr þessari færslu:

Hvað er þetta með mánudaga? Vinnuvikan hefst á mánudögum hjá flestum og fólk er þreytt eftir helgina og sumir vilja bara leggjast undir feld á mánudögum. Kötturinn Garfield er frægur fyrir að hata mánudaga... sem meikar ekkert sens því hann er köttur sem sefur og étur alla daga vikunnar.
-------
Aldrei hefði mér órað fyrir því að ég yrði svona hress og kát á mánudögum en ég er handviss um að aukin hreyfing og þar af leiðandi léttari lund leikur mjög stórt hlutverk í þessari breytingu.
-------
Life is what you make it... Það er pínu kjánalegt að setja allt á hold meðan mánudagurinn rennur sitt skeið og ég er búin að fatta það. Njótið þess sem eftir er af þessum fallega mánudegi.


Annars er það að frétta að ég fór í ræktina í dag þrátt fyrir höfuðverk og prófaði nýja prógrammið. Það tók mig klukkutíma að klára það og ég gerði það vel. Ef ég hefði ekki verið með höfuðverk hefði ég skottast í Zumba tíma líka en ákvað að taka ekki sénsinn alveg strax.

Svona lítur dagur 1 í prógraminu út

Máltíðir dagsins
Morgunmatur: Grænn safi og mandarína
Hádegismatur: Eggjasteiktur fiskur, 3 litlar kartöflur og salat. Smá grjónagrautur.
Millimál: Bio Bú jógúrt með mangó og 2 gulrætur. Síðan próteindrykkur eftir æfingu.
Kvöldmatur: Kjúklingasúpa og heimabakaðar heilhveitibollur með allskonar kornum.




No comments: