Friday, October 11, 2013

Dagur 11

Jæja, þá er kominn föstudagur. Ég er risin úr rekkju en er samt ekki upp á mitt besta. Þessi blessaði höfuðverkur sem er að hrjá mig virðist ekkert ætla að minnka.

Ég fór til Halldórs sjúkraþjálfara í morgun. Hann tók mjaðmirnar í gegn með einhverju þrýstinuddi þar sem hann boraði hnjánum í einhverja punkta. Þetta var alveg óstjórnlega vont en maður lætur sig hafa það. Ég svitnaði líka svo mikið að það kom pollur á gólfið!
Eftir hálftíma átök settist ég upp og svimaði svo mikið að það þurfti að leggja mig niður aftur og setja hátt undir fæturna. Ef ég hefði reynt að standa upp hefði örugglega bara liðið yfir mig. Ég var víst eins og draugur í framan og ég veit ekki hvað og hvað. Nú er ég komin aftur í vinnuna og með furðulega tilfinningu í bakinu. Er ekki frá því að það hafi losnað um eitthvað. Nú er bara að passa að sitja rétt til að skemma þetta ekki!

Takk fyrir allt!
Mig langar að þakka ykkur öllum fyrir hlýjar móttökur við færslunni sem ég skrifaði 9. október. Það er yndislegt að sjá og finna hvað maður hefur stórt og gott stuðningsnet í kringum sig. Samkvæmt síðunni voru 1449 sem opnuðu síðuna þann 9. október og verður það að teljast algjört met á minn mælikvarða.
Það voru líka fjórar stelpur sem höfðu samband við mig í gegnum Facebook eftir að hafa lesið pistilinn og langaði að spyrja mig nánar út í hitt og þetta sem ég skrifaði um. Mér þykir ofsalega vænt um það þegar fólk leitar ráða hjá mér eða vill spyrja að einhverju því það eflir mig og styrkir.
Stelpur, þið vitið hverjar þið eruð, þið eruð yndislegar! Gangi ykkur ótrúlega vel með allt <3


Máltíðir:
Morgunmatur: Grænn safi og 4 litlar gulrætur
Millimál: Ein lúka rúsínur
Hádegismatur: Smá afgangur af kjúklingi og sætum kartöflum. ABT-mjólk
Eftir æfingu: Próteinshake
Kvöldmatur: Heimagerð grænmetispizza





No comments: