Ég fór til læknisins í morgun. Það sem var komið úr blóðprufum var alveg í lagi, hann átti eftir að fá niðurstöðurnar úr ferritín og B12 mælingunum samt. Hann gerði einhver test og henti hausnum mínum til og frá og á einum tímapunkti helltist yfir mig svo mikil vanlíðan að það brutust bara út tár! Hann gerði svo fleiri próf sem útilokuðu vertigo og svo sendi hann mig í heyrnarmælingu sem var í lagi. Þar sem ég er með sögu um skrítna og skakka augnbotna og hef áður farið í heilamynd þá er næst á dagskrá að senda mig í segulómun á höfði, til að athuga heilann annarsvegar og innri eyru hinsvegar. Þetta verður gert til að útiloka alvarlegri atriði, sem ég er mjög ánægð með því ef það kemur ekkert úr því þá hlýtur þetta að vera einhver vírus bara. Trúi ekki öðru. 9 dagar af svima er orðið dálítið leiðigjarnt, það verður að segjast. Ég frétti af því þegar ég fór í blóðprufuna í gær að það væri einhver pest að ganga sem einkenndist af svona svima, en fólk væri ekki að missa matarlystina og þetta liði hjá á sólarhring hjá þeim... Kannski er ég bara óheppin og með þessa sömu pest í einhverju overdoze magni... ég veit ekki. Þetta kemur í ljós. Líklega einhverra vikna bið eftir tíma í ómun.
Að öðru leyti er ég alveg ágæt þó svo að ég finni að ég er þreyttari en vanalega, fölari og ekki jafn hress og ég á að mér að vera. Ég er alveg með einhverja matarlyst núna svo ég er ekki að hafa of miklar áhyggjur.
Steig svo á vigtina í gærkvöldi og er búin að missa 5 kíló. Mikið verður gaman að fara í málbandsmælinguna eftir nokkrar vikur! :)
Góðverk
Ég frétti að vinkona mín (sem er að tækla Meistaramánuð) borði aldrei morgunmat. Hún bara getur það ekki, að hennar sögn. Ég var ekki sátt við þetta hjá henni og spurði hvort ég mætti koma með grænan safa til hennar einn morguninn og sjá hvernig hann fari í hana. Ég hef áður skrifað að ég er á sama báti með að eiga erfitt með að borða á morgnana en eftir að ég fór að skutla í mig smoothie á hverjum morgni líður mér mikið betur og er með minni nartþörf yfir daginn. Ég fékk grænt ljós á þessa hugmynd mína og útbjó aðeins meiri grænan safa en venjulega og færði henni í morgun. Viti menn. Henni fannst þetta bara mjög gott og kláraði safann á hálftíma! Ég er staðráðin í að koma henni á bragðið með þetta og ætla að prófa aftur á morgun :)
Ekkert gúff!
Í kvöld er ég svo að hitta PLL-stelpurnar mínar. Þ.e. vinkonur mínar sem horfa með mér á Pretty Little Liars... þessi kvöld einkennast af smá gúffi en í kvöld er stefnan tekin á Saffran og svo verður EKKERT nammi! :)
Máltíðir dagsins
Morgunmatur: Grænn safi
Hádegismatur: Afgangur af pasta með kjötbollum
Kvöldmatur: Saffran baka og naan brauð. Saffran súkkulaðimús í desert.
No comments:
Post a Comment