Já... ég er og hef alltaf verið á móti einhverjum skyndilausnum og megrunarúrum. Það ætti ekki að koma neinum á óvart. Ég er mesti stuðningsmaður heilbrigðs lífernis, jafnvægi milli hreyfingar og matarræðis, sem þið finnið. Ég á bara stundum svolítið erfitt með að vera ströng við sjálfa mig. Sérstaklega þegar það leiðir til þess að ég þarf að vera ströng við aðra í leiðinni. Sævarður greyið hefur því oftar en einu sinni fengið að heyra það þegar ég argast út í hann fyrir að kaupa kók og nammi, en svo í næstu búðarferð er það ég sem sting upp á að kaupa óhollustuna!
Við erum nú samt á ágætri leið held ég með að finna eitthvað jafnvægi í þessu öllu saman.
Hann er kominn með kort í sömu rækt og ég og það er því auðveldara fyrir okkur bæði að fara í ræktina. Förum bara saman eftir vinnu, voðalega þægilegt.
Ég er svo líka komin með svona ræktarbuddy, hana Kristveigu, sem passar upp á að ég haldi mér við efnið. Það er alveg magnað hvað það fer inn á samviskuna að mæta í ræktina ef maður hefur svona buddy. Þá er maður nefnilega að skilja buddyinn eftir einan ef maður beilar, það er algjört no-no.
Mæli með því að þið finnið ykkur einhvern sem æfir í sömu stöð og með svipaðan vinnutíma sem getur verið svona buddy.
Rútínan hjá mér núna er hot yoga a.m.k. 2x í viku og brennsla + tækjasalur 2-3x í viku.
Ég finn þolið og styrkinn aukast hægt og rólega, sem er ekkert nema jákvætt! :)
Nú það er vert að nefna að nýjasta viðbótin í fjölskylduna mína er litli rauðhærði sonur hennar systur minnar. Hann er alveg ótrúlega sætur og duglegur. Sefur mikið og er algjört draumabarn :) Smelli af honum einni mynd hér eins og stoltri stóru-frænku sæmir :)
No comments:
Post a Comment