Jæja, haldiði ekki bara að plankaáskoruninni sé LOKIÐ!
Henni lauk með pompi og prakt í gær þar sem einvígi var háð um hver gæti plankað lengst. Sigurvegarinn plankaði í hvorki meira né minna en 22 mínútur!! Geri aðrir betur!
Ég plankaði upp á 4:30... er ekki sérstaklega góð í þessu. En vááá hvað mér hefur farið fram á þessum 30 dögum! Mér fannst erfitt að planka 40 sekúndur í byrjun mánaðar!!!
Ég gerði viðurkenningaskjöl fyrir alla sem luku áskoruninni, það var eitthvað kringum 20 manns!
Núna á mánudaginn hefst svo ný áskorun, það verður 30 daga hnébeygjuáskorun!!
BRING IT ON! :)
No comments:
Post a Comment