Friday, February 7, 2014

Ég er klaufi

Hæ, ég heiti Þóranna og ég er klaufi.
Eru ekki annars til einhver sambönd klaufabárða? Ég þarf alvarlega mikið að fá inngöngu í þann hóp.


Ég sparka í þröskulda og rúmbotna.
Ég sting tánum upp undir stóla, sófa, borð, hurðir og hvaðeina.
Ég lem höndum og olnbogum í hurðakarma, kommóður etc.
Ég missi hluti, glös, diska og þess háttar á gólfið.
Ég tek sopa úr dós/glasi og sulla niður á mig eða á gólfið.
Ég set mat á disk og hann rúllar oftar en ekki af disknum hinum megin og á gólfið.
Ég misstíg mig ef það er svo mikið sem 2 cm ójafna í jarðveginum, hef meira að segja tognað við þá iðju.
Vökvi hrekkur stundum ofan í mig þegar ég drekk.
Ég sker niður hvítlauk og chili og þarf svo að klóra mér í augunum (ááááiiiiiiiiiiiiiiiiiiii)
Ég ligg í sófanum/rúminu og skoða símann/iPadinn og missi hann ofan á andlitið á mér. (Trúið mér, iPadinn er verri)
Ég fer í ræktina, alltaf mætt vel tímanlega en kemst að því að ég gleymdi sokkum/nærfötum/íþróttabuxum/skóm (verst að gleyma buxunum... komst að því)
Ég hef nokkrum sinnum límt saman á mér puttana þegar ég reyni að vera fínleg og líma eitthvað smástykku með tonnataki.
Ég hef gengið á gler.
Ég hef nokkrum sinnum misst heyrnatólin mín ofan í glasið mitt í vinnunni, einhverra hluta vegna lifa þau samt enn.
Ég hef fengið nagla upp í ilina á mér þegar ég hljóp um í grænu grasi í sveitinni.
Kind hefur étið útifötin mín.
Ég hef dottið af hestbaki.
Ég hef slitið kviðvöðvafestingu við það að hoppa.
Ég fékk einu sinni hláturskast meðan ég tók kóksopa svo gosið spíttist út um nefið mitt.
Ég set grautargrjón í pott og helmingurinn fer á gólfið.
Ég set 2 dl af salti og 2 tsk sykur í uppskrift

Ég fagna mínum innri klaufa þar sem hann gerir dagana mína oft skemmtilegri.
Það gleður mig líka að vita að þarna úti er alveg heill hellingur af klaufabárðum. 
 Hér eru nokkur dæmi um fólk/dýr sem ég vil fá með mér í samtökin:











og síðast en ekki síst.....


1 comment:

Unknown said...

Snilld :)