Wednesday, September 2, 2015

Dubsmash rugl

Ég á ekki til orð.... Hahaha. Hún Þórey vinkona kynnti mig fyrir forritinu Dubsmash í júlí sem er rosalega hættulegt fyrir fólk sem er mikið eitt heima með ungabarni! Þetta virkar þannig að þarna inni er hafsjór af hljóðklippum úr öllum áttum eins og t.d. bíómyndum og sjónvarpsþáttum, svo tekur appið upp myndband af manni "mæma" textann... Hljómar auðvelt en þetta getur verið mjög erfitt stundum að láta þetta líta út eins og maður sé að segja þetta sjálfur... Ég bjó til nokkur myndbönd og ákvað svo sl mánudag að steypa þeim saman í eitt og deildi með vinum mínum á Facebook. Nú hafa tæplega 1300 manns horft á myndbandið og ég búin að lofa nýju næsta mánudag, þar sem ég á fleiri í pokahorninu.

Skemmtilegt ef einhverjir geta hlegið að vitleysunni í manni :)
Hér er linkur á myndbandið á YouTube http://youtu.be/6ZzeoeBOZH


Bara ef fleiri vilja sjá þetta rugl :)



Ein fjölskyldumynd svona miðvikudags :)

No comments: